Olísdeild karla | FH-ingar aftur á toppinn eftir sigur á Stjörnunni | Öruggt hjá ÍBV gegn Fram

FH-ingar eru komnir aftur á topp Olísdeildar karla í handknattleik eftir sigur á vængstífðu liði Stjörnunnar í Kaplakrika í kvöld, 30-27. FH hefur eins stigs forystu á Val í efsta sætinu, en Hlíðarendapiltar eiga leik til góða. Eyjamenn lyftu sér upp í þriðja sætið með sigri á Fram í Eyjum, 31-24. ÍBV hefur 16 stig eftir ellefu leiki, er tveimur stigum á eftir FH og stigi á eftir Val. Stjarnan situr sem fyrr í sjötta sæti með 11 stig og Fram í áttunda sæti með 8 stig.

FH 30-27 Stjarnan (15-10)
Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 8, Ásbjörn Friðriksson 5, Jóhann Karl Reynisson 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Arnar Freyr Ársælsson 3, Ísak Rafnsson 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 19.
Mörk Stjörnunnar: Aron Dagur Pálsson 7, Andri Hjartar Grétarsson 4, Leó Snær Pétursson 4, Sigurður Egill Karlsson3, Starri Friðriksson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Birgir Steinn Jónsson 2, Bjarki Már Gunnarsson 1, Garðar Benedikt Sigurjónsson 1, Hörður Kristinn Örvarsson 1.
Varin skot: Lárus Gunnarsson 10, Sveinbjörn Pétursson 5.

ÍBV 31-24 Fram (16-16)
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 12, Sigurbergur Sveinsson 6, Agnar Smári Jónsson 4, Róbert Aron Hostert 4, Theodór Sigurbjörnsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8, Stephen Nielsen 5.
Mörk Fram: Andri Þór Helgason 5, Sigurður Örn Þorsteinsson 4, Arnar Birkir Hálfdánsson 4, Bjartur Guðmundsson 3, Valdimar Sigurðsson 3, Matthías Daðason 3, Guðjón Árni Jónsson 2.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 14, Daníel Þór Guðmundsson 2.

Deila