Olísdeild karla | Eyjamenn unnu fyrsta leikinn gegn Haukum

ÍBV hafði í kvöld betur gegn Haukum á heimavelli, 24-22, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Haukar höfðu lengstum tögl og haldir í leiknum, voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12-8, og stóðust öll áhlaup og umleitanir Haukamanna í síðari hálfleik.
Annar leikur liðanna fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á fimmtudaginn eftir rúma viku, 3.maí, en Eyjamenn leika síðari leik sinn gegn Turda í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu um komandi helgi. Sú áhugaverða staða er uppi að þegar annar leikur ÍBV og Hauka fer fram gæti hinni undanúrslitarimmunni, þar sem mætast Selfoss og FH, verið lokið. Selfoss og FH mætast í fyrsta leik sínum á morgun, miðvikudag, og leika svo á laugardag og þriðjudaginn eftir viku.

Olísdeild karla | Undanúrslit | Leikur 1
ÍBV 24-22 Haukar (12-8)
Mörk ÍBV: Sigurbergur Sveinsson 7, Agnar Smári Jónsson 5, Róbert Aron Hostert 5, Theodór Sigurbjörnsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 1, Andri Heimir Friðriksson 1, Róbert Sigurðarson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19.
Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason 9, Adam Haukur Baumruk 7, Hákon Daði Styrmisson 3, Tjörvi Þorgeirsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Einar Pétur Pétursson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16.

Deila