Olísdeild karla | Afturelding sigraði ÍR | Valur tapaði gegn Haukum

Tveir leikir fóru fram í kvöld í Olísdeild karla þegar Afturelding sótti ÍR-inga heim og Valur tók á móti Haukum. Afturelding sigraði ÍR 33-29 eftir að hafa leitt 14-12 í hálfleik en með þessum sigri komst Afturelding uppí sjöunda sæti. Haukar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Valsmenn 30-26 en staðan var jöfn í hálfleik 13-13.

Úrslit kvöldsins í Olísdeild karla

ÍR 29-33 Afturelding(12-14)
Mörk ÍR:Bergvin Þór Gíslason 11, Daníel Ingi Guðmundsson 9, Kristján Orri Jóhannsson 4, Þrándur Gíslason Roth 3, Elías Bóasson 1, Sturla Ásgeirsson 1.
Varin skot:Grétar Ari Guðjónsson 14.
Mörk Aftureldingar:Árni Bragi Eyjólfsson 13, Ernir Hrafn Arnarson 7, Elvar Ásgeirsson 7, Gunnar Malmquist Þórsson 2, Mikk Pinnonen 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Kristinn Hrannar Bjarkason 1.
Varin skot:Lárus Helgi Ólafsson 9.

Valur 26-30 Haukar(13-13)
Mörk Vals:Anton Rúnarsson 5, Árni Þór Sigtryggsson 4, Alexander Örn Júlíusson 3, Vignir Stefánsson 3, Ýmir Örn Gíslason 3, Ryuto Inage 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 1, Magnús Óli Magnússon 1.
Varin skot:Einar Baldvin Baldvinsson 8, Sigurður Ingiberg Ólafsson 6.
Mörk Hauka:Hákon Daði Styrmisson 8, Atli Már Báruson 6, Adam Haukur Baumruk 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Björgvin Páll Gústavsson 2, Daníel Þór Ingason 2, Halldór Ingi Jónasson 1.
Varin skot:Björgvin Páll Gústavsson 11.

Staðan í Olísdeild karla

Deila