Olísdeild karla | Aðstoðarþjálfari ÍBV hættur eftir að hafa ráðist á leikmann

Sigurður Bragason sem verið hefur aðstoðarþjáflari hjá ÍBV í meistaraflokki karla í handbolta er hættur. Ástæða þessa er að eftir að ÍBV varð bikarmeistari síðasliðinn laugardag var mikill fögnuður í Vestmannaeyjum og eitthvað fór sá fögnuður úr böndunum hjá Sigurði því hann réðist á hornamann liðsins, Theodór Sigurbjörnsson. Theodór fékk skurð fyrir ofan vinstra auga og Sigurður gisti fangageymslur lögreglunnar í eyjum aðfaranótt sunnudagsins.
ÍBV hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem félagið harmar þennan atburð og þar er tekið fram að Sigurður og Theodór hafi náð sáttum.

Deila