Olís-deild karla | Valur og Haukar töpuðu óvænt

Fimm leikir fóru fram í Olís-deild karla í kvöld. Valur og Haukar töpuðu ansi óvænt í kvöld en Valur taaði fyrir Gróttu, 35:33, á meðan ÍR vann 24:23 sigur á Haukum.

Grótta hafði aðeins unnið tvo leiki í deildinni fyrir leikinn gegn Íslandsmeisturunum. Júlíus Þórir Stefánsson var í essinu sínu í sóknarleik Gróttu en hann gerði 10 mörk á meðan Bjarni Ófeigur Valdimarsson var með 9 mörk. Anton Rúnarsson var þá með 11 mörk fyrir Val.

Sigur Gróttu var raunverulega aldrei í hættu en liðið var fimm mörkum yfir í hálfeik og hélt góðri forystu út leikinn. Valur náði að minnka niður í eitt mark en Grótta náði allt að sex marka forystu í þeim síðari. Lokatölur urðu 35:33 fyrir Gróttu sem náði í tvo mikilvæga punkta.

Það var töluvert jafnari leikur í Breiðholtinu þar sem ÍR vann Hauka 24:23. ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik og var munurinn ansi lítill í þeim síðari. Bergvin Þór Gíslason var með 6 mörk og þá var Sveinn Andri Sveinsson með 5 mörk. Hákon Daði Styrmisson og Pétur Pálsson voru báðir með 4 mörk fyrir Hauka.

ÍBV tapaði fyrir Aftureldingu 25:19. Sigurbergur Sveinsson og Theodór Sveinbjörnsson voru ekki með ÍBV þar sem þeir komust ekki frá Reykjavík til Eyja. Það virtist mikill skellur fyrir Eyjamenn og áttu þeir raunverulega aldrei möguleika gegn Aftureldingu.

Selfoss vann Stjörnuna 31:26. Það var afar jafnt hjá liðunum fyrstu tíu mínúturnar en Selfoss náði fljótt tökum á þessu og var sex marka munur í hálfleik. Stjörnumenn náðu að minnka niður í tvö mörk áður en Selfoss stakk af og vann góðan fimm marka sigur.

Víkingur R. vann þá Fjölni 27:23. Þetta var fyrsti sigur Víkings í deildinni en Víkingur og Fjölnir eru með fimm stig í botnsætunum.

Úrslit og markaskorarar:

ÍR 24:23 Haukar
Mörk ÍR: Bergin Þór Gíslason 6, Sveinn Andri Sveinsson 5, Daníel Ingi Guðmundsson 4, Sturla Ásgeirsson 3, Elías Bóasson 3, Kristján Orri Jóhannsson 2, Úlfur Kjartansson 1.
Mörk Hauka: Hákon Daði Styrmisson 4, Pétur Pálsson 4, Atli Már Báruson 3, Daníel Þór Ingason 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Heimir Óli Heimisson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.

Selfoss 31:26 Stjarnan
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 7, Haukur Þrastarson 7, Hergeir Grímsson 5, Atli Ævar Ingólfsson 5, Teitur Örn Einarsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2, Alexander Már Egan 1.
Mörk Stjörnunnar: Egill Magnússon 8, Leó Snær Pétursson 6, Sigurður Egill Karlsson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3, Andri Hjartar Grétarsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1.

ÍBV 19:25 Afturelding
Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 6, Kári Kristján Kristjánsson 5, Daniel Griffin 2, Róbert Aron Hostert 2, Dagur Arnarsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 1, Ágúst Emil Grétarsson 1.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 9, Einar Ingi Hrafnsson 4, Elvar Ásgeirsson 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Ernir Hrafn Arnarson 1, Mikk Pinnonen 1.

Fjölnir 23:27 Víkingur R.
Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 9, Sveinn Þorgeirsson 4, Sveinn Jóhannsson 3, Bjarki Lárusson 3, Breki Dagsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Andri Berg Haraldsson 1.
Mörk Víkings: Birgir Már Birgisson 6, Jón Hjálmarsson 5, Egidijus Mikalonis 4, Víglundur Jarl Þórsson 4, Ægir Hrafn Jónsson 2, Magnús Karl Magnússon 1, Hlynur Óttarsson 1.

Valur 33:35 Grótta
Mörk Vals: Anton Rúnarsson 11, Stiven Tobar Valencia 6, Alexander Örn Júlíusson, Magnús Óli Magnússon, Ýmir Örn Gíslason 2, Sveinn Jose Rivera 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 1, Ryuto Inage 1.
Mörk Gróttu: Júlíus Þórir Stefánsson 10, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 9, Daði Laxdal Gautason 6, Pétur Hauksson 4, Maximilliam Jonsson 2, Þórir Bjarni Traustason 2, Hannes Grimm 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.

Deila