Olís-deild karla | Óðinn Þór semur við GOG

Mynd: FH Handbolti/Facebook - Jói Long

Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður FH í Olís-deild karla, er búinn að semja við danska stórliðið GOG sem leikur í Danmörku. Hann gerði þriggja ára samning við félagið og mun ganga til liðs við það eftir tímabilið.

Óðinn er 20 ára gamall en hann hefur verið magnaður með FH-ingum sem hefur gert frábæra hluti á þessu tímabili.

Hann kom til félagsins frá Fram en nú er hann á leið í atvinnumennsku. Hann mun ganga til liðs við GOG eftir tímabilið.

GOG er í efsta sæti dönsku deildarinnar ásamt Skjern eftir þrettán umferðir.

Óðinn lék sína fyrstu A-landsleiki á dögunum þá er hann spilaði gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni.

Deila