Olís-deild karla | Magnaður karaktersigur Hauka á Val – Stjarnan engin fyrirstaða fyrir Selfoss

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta en Selfoss vann Stjörnuna, 33:25, á meðan Haukar unnu Val 22:20.

Selfyssingar, sem enduðu í öðru sæti Olís-deildarinnar, fóru nokkuð létt með Stjörnuna en liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. Liðið náði að halda góðri forystu í þeim síðari og voru lokatölur 33:25. Teitur Örn Einarsson var markahæstur hjá Selfyssingum með 8 mörk.

Árni Steinn Steinþórsson var með 7 mörk. Egill Magnússon og Leó Snær Pétursson voru báðir með 6 mörk fyrir Stjörnuna.

Haukar unnu þá Val 22:20 eftir æsispennandi leik. Valur var fimm mörkum yfir í hálfleik en þeim tókst að glutra niður forystunni í þeim síðari og undir lokin komust Haukar einu marki yfir. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna en Atli Már Báruson lokaði þessu á síðustu sekúndunum og lokatölur því 22:20 fyrir Hauka.

Hákon Daði Styrmisson var með 8 mörk fyrir Hauka en Magnús Óli Magnússon var með 6 mörk fyrir Val.

Úrslit og markaskorarar:

Selfoss 33:25 Stjarnan
Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 8, Árni Steinn Steinþórsson 7, Hergeir Grímsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Einar Sverrisson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Haukur Þrastarson 1.
Mörk Stjörnunnar: Egill Magnússon 6, Leó Snær Pétursson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Garðar Benedikt Sigurjónsson 4, Aron Dagur Pálsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1, Dagur Snær Stefánsson 1.

Valur 20:22 Haukar
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 6, Anton Rúnarsson 4, Sveinn Aron Sveinsson 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Vignir Stefánsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Sigurður Ingiberg Ólafsson 1.
Mörk Hauka: Hákon Daði Styrmisson 8, Atli Már Báruson 4, Árni Þór Sigtryggsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Daníel Þór Ingason 1, Halldór Ingi Jónasson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.

Deila