Norski handboltinn | Volda heldur áfram að vinna sína leiki

Norska handknattleiksliðið Volda sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar og Thea Imani Sturludóttir leikur með, hefur farið gríðarlega vel af stað í norsku 2.deildinni en liðið er búið að sigra alla sína átta leiki til þessa. Núna um helgina ferðaðist liðið í tvo leiki í litla 8 tíma rútuferð til Drammen og Hønefoss.

Á laugardaginn spilaði Volda gegn Glassverket 2. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og 15-15 í hálfleik í byrjun seinni hálfleiks náðum Volda að slíta sig frá Glassverket og héldu þær 3 marka forystu út leikinn. Volda átti í miklum vandræðum með 2 leikmenn hjá Glassverket sem spila einnig með aðalliði félagsins í úrvalsdeildinni. Varnarleikur og markvarsla í leiknum var sannarlega ekki til útflutnings en sóknarleikur Volda var þeim mun betri og í því lág munurinn á milli liðanna í þessum leik.

Glassverket2 27-30 Volda(15-15)
Mörk Glassverket:Siren Landsverk Hals 8, Freja Christensen 6, Magdalena Sophia Mitrovic 6, Aurora Emilie Steen Elvebredd 4, Tilla Heggdal 2, Martine Skjærvik Håkonsen 1.
Mörk Volda:Marte Nornes 9,Thea Imani Sturludóttir 5, Kine Kvalsund 4, Lone Vik 4, Elin Ulvestad Sætre 3, Anette Berg 3, Ana Correia 1, Maria Ulla 1.

Í dag spilaði svo Volda gegn Hønefoss. Hønefoss byrjaði mun betur og komst í 3-0 en Volda náði hinsvegar að svara betur og komst í 5-3 en Hønefoss jafnaði 5-5. Volda náði svo að þétta varnarleikinn og spiluðu mjög sterka vörn og með frábæra markvörslu fóru þær í 7-12. Síðan komu 2 einstaklingsmistök sem hleypti Hønefoss aftur inn í leikinn og staðan í hálfleik var 12-15. Í seinni hálfleiknum byrjaði Volda með góðum kafla og komust í 13 -19. Sóknarleikurinn hikstaði þá hinsvegar og Hønefoss náði að minnka muninn niður í 20-23 . Í lokinn slitu Volda sig hinsvegar frá Hønefoss og unnu að lokum sannfærandi sigur 23-29.

Hønefoss 23-29 Volda
Mörk Hønefoss:Mina Larsen Gustavsen 5, Maren Sjaamo 5, Tonje Klevstad 4, Tirill Alexandrine Solumsmoen Mørch 3, Guro Bråten 2, Hedda Røhne 1, Martine Lund 1, Gina Heggheim Larsen 1, Line Hermansen Vatningen 1.
Mörk Volda:Kine Kvalsund 9, Marte Nornes 8, Lone Vik 5, Thea Imani Sturludóttir 3, Elin Ulvestad Sætre 1, Ana Correia 1, Maria Ulla 1, Anette Berg 1.

Staðan í norsku 2.deildinni

Deila