NBA-úrslitakeppnin | Milwaukee jafnaði metin

Það er aldeilis spenna í einvígi Boston Celtics og Milwaukee Bucks í úrslitakeppni Austurdeildar NBA-körfuboltans. Liðin mættust í nótt í sjötta leik liðanna og var leikið í Milwaukee.
Fyrir leikinn leiddi Boston 3-2 en Milwaukee ætlaði sér ekki að láta slá sig út á heimavelli. Staðan í hálfleik var 48-39 Milwaukee í vil. Sami munur var á liðunum þegar gengið var til fjórða leikhluta og Milwaukee hafði ellefu stiga sigur, 97-86. Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo átti stórleik, skoraði 31 stig, tók 14 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en Jayson Tatum var bestur í liði Boston með 22 stig.
Þar með er jafnt í einvíginu 3-3 og næsti leikur fer fram í Boston og sigurvegarinn í þeim leik fer í undanúrslit.

NBA – Úrslitakeppnin:

Milwaukee Bucks 97-86 Boston Celtics (3-3)

Deila