NBA | Tíundi sigur Cleveland í röð

Mynd: NordicPhotos/Getty

Lebron James og félagar í Cleveland Cavaliers mættu Atlanta Hawks á útivelli í nótt í NBA-deildinni í körfubolta. Fyrsti leikhlutinn var ótrúlegur svo vægt sé að orði kveðið, Cleveland skoraði 42 stig en Atlanta 35. Lokatölur í leiknum urðu Atlanta 114 – Cleveland 121. Þetta var tíundi sigurleikur Cleveland í röð og það gerðist síðast hjá þeim á leiktíðinni 2015-16 en þá unnu þeir 12 leiki í röð. Á þeirri leiktíð varð Cleveland svo NBA meistari.
Lebron James skoraði 24 stig í leiknum í nótt, gaf 12 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Cleveland hefur unnið 15 leiki og tapað 7 og er í 3.sæti austurdeildar á eftir Detroit og Boston Celtics en boston vann Philadelphia 76ers í nótt 108-97 þar sem Kyrie Irving skoraði 36 stig fyrir Boston.

NBA – Úrslit næturinnar:
Atlanta Hawks 114-121 Cleveland Cavaliers
Boston Celtics 108-97 Philadelphia 76ers
Denver Nuggets 111-110 Chicago Bulls
Portland Trail Blazers 91-103 Milwaukee Bucks
Los Angeles Clippers 107-126 Utah Jazz

Deila