NBA | Þjálfari Grizzlies rekinn | Cleveland með átta sigra í röð | Boston og Golden State töpuðu

Mynd: NordicPhotos/Getty

David Fizdale þjálfari Memphis Grizzlies var í gærkvöldi rekinn úr starfi þjálfara liðsins. Liðið tapaði fyrir Brooklyn Nets á sunnudagskvöld þar sem Marc Gasol aðalstjarna liðsins hellti úr reiðiskálum sínum eftir leikinn og var mjög ósáttur með Fizdale. Tapleikurinn var sá áttundi í röð og þar með tók Fizdale pokann sinn. J.B. Bickerstaff tekur við þjálfun liðsins tímabundið.
Margir hafa stígið fram eftir brottreksturinn og sagt hann undarlegan, þar á meðal eru menn einsog Lebron James, Steve Kerr og Tyronn Lue.

Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn áttunda leik í röð þegar Cleveland vann Philadelphia 76ers 113-91 á útivelli. Lebron James skoraði 30 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Meistarar Golden State Warriors töpuðu óvænt á heimavelli fyrir Sacramento Kings 106-110 en þetta var aðeins sjötti sigurleikur Sacramento.
Houston Rockets vann sinn fimmta leik í röð þegar Brooklyn Nets kom í heimsókn, lokatölur 117-103 Houston í vil. James Harden átti enn einn stórleikinn, með 37 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.
Boston Celtics sem er með besta árangur liðanna í deildinni tapaði með tíu stiga mun á heimavelli fyrir Detroit, 108-118. Tobias Harris var með 31 stig fyrir Detroit og Andre Drummond var með 26 stig og 22 fráköst. Marcus Smart skoraði 23 stig fyrir Boston sem hefur unnið 18 leiki og tapað 4.
Þá mættust í borgarslag í Los Angeles, Clippers og Lakers. Þar höfðu Clippers betur 120-115. Lou Williams átti sannkallaðan stórleik fyrir Clippers, skoraði 42 stig en Kentavious Caldwell-Pope var með 29 stig fyrir Lakers.

NBA – Úrslit næturinnar:
Philadelphia 76ers 91-113 Cleveland Cavaliers
Golden State Warriors 106-110 Sacramento Kings
Houston Rockets 117-103 Brooklyn Nets
Los Angeles Clippers 120-115 Los Angeles Lakers
Indiana Pacers 121-109 Orlando Magic
Boston Celtics 108-118 Detroit Pistons
New York Knicks 91-103 Portland Trail Blazers
San Antonio Spurs 115-108 Dallas Mavericks

Deila