NBA | stórsigur Cleveland á Boston

Mynd: NordicPhotos

Hið nýja lið Cleveland Cavaliers fór til Boston í nótt og þar komu gestirnir á óvart með frábærum leik. Cleveland sem fór í mikla endurnýjun á  leikmannahópnum fyrir nokkrum dögum fór á kostum og vann með 22 stiga mun, 121-99. Lebron James kunni vel við sig og skoraði 24 stig gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hann meiddist lítilega í fyrsta leikhluta þegar hann rakst á Aron Baynes og óttast var um tíma að James hefði meitt sig illa á hné. Svo var ekki sem betur fer og hann fór á kostum í leiknum. Þetta var þriðji sigurleikur Cleveland í röð en liðið er í 3.sæti Austurdeildar á meðan Boston er í 2.sæti.
Victor Oladipo átti stórleik fyrir Indiana í 121-113 sigri liðsins á New York Knicks. Oladipo skoraði 30 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

NBA – Úrslit næturinnar:
Boston Celtics 99-121 Cleveland Cavaliers (32-31, 20-33,22-31, 25-26)
Atlanta Hawks 118-115 Detroit Pistons (28-23, 27-33, 27-24, 36-35)
Indiana Pacers 121-113 New York Knicks (36-37, 32-25, 26-22, 27-29)
Houston Rockets 104-97 Dallas Macericks (27-19, 30-36, 30-20, 17-22)
Minnesota Timberwolves 111-106 Sacramento Kings (23-29, 33-25, 19-26, 36-26)
Oklahoma City Thunder 110-92 Memphis Grizzlies (35-18, 39-36, 21-26, 15-12)
Portland Trail Blazers 96-115 Utah Jazz (26-19, 18-24, 19-38, 33-34)

Deila