NBA | All-Star – Nýtt fyrirkomulag tilkynnt í gær

Mynd: NordicPhotos/Getty

Forráðamenn NBA-deildarinnar í körfubolta tilkynntu í gær um breytingar varðandi Stjörnuleikinn, All-Star Game, sem ávallt fer fram í febrúar ár hvert.
Hingað til höfum við þekkt þennan leik sem keppni á milli austurstrandarinnar og vesturstrandarinnar. Á þessu verður stór breyting hér eftir og gamla fyrirkomulagið heyrir sögunni til.
Nýja fyrirkomulagið er á þann veg að þeir leikmenn sem verða efstir í vali stuðningsmanna verða fyrirliðar. Þeir velja síðan byrjunarlið þar sem þeirra atkvæði gilda 25% sem og atkvæði leikmanna en stuðningsmenn eiga 50%. 7 varamenn verða svo valdir af þjálfurum. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu gæti það auðveldlega gerst að leikmenn úr sama liði myndu mætast en hingað til hefur það verið ógjörningur.
Stjörnuleikurinn næstu leiktíð fer fram í Los Angeles 18.febrúar og byrjunarliðið verður tilkynnt 18.janúar.

Deila