NBA | Marc Gasol öskuillur útí þjálfarann

Mynd: NordicPhotos/Getty

Memphis Grizzlies hefur ekki gengið vel að undanförnu í NBA deildinni í körfbolta. Liðið fékk Brooklyn Nets í heimsókn í nótt og þar var jafnt í hálfleik, 47-47 en í þriðja leikhluta fór allt á hliðina í liði Memphis og þann leikhluta vann Nets 32-18. Lokatölur urðu Memphis 88 – Brooklyn Nets 98. Þetta var áttundi tapleikur Memphis Grizzlies í röð en liðið hefur unnið 7 leiki og tapað 12. Marc Gasol sem er stigahæstur í Memphis og jafnframt stoðsendinga-og frákastahæstur, lék ekkert með í fjórða leikhluta en var þrátt fyrir það stigahæstur ásamt Tyreke Evans með 18 stig.
Gasol hellti úr reiðiskálum sínum eftir leikinn og var mjög óánægður með ákvörðun David Fizdale þjálfara að setja sig á bekkinn. “ Ef ég er ekki á vellinum þá er ég ekki nógu góður. Þjálfarateymið vissi að þetta myndi særa mig. Auðvitað tekur maður þetta persónulega og maður verður pirraður og fer að hugsa sig um,“ sagði Gasol við fréttamenn eftir leikinn. Mike Conley leikstjórnandi liðsins er meiddur og þá meiddist Chandler Parsons í fyrri hálfleik í leiknum gegn Nets. Að þessu framansögðu kom ákvörðun Fizdale þjálfara að setja Marc Gasol á bekkinn í fjórða leikhluta mjög á óvart.

NBA – Úrslit næturinnar:
Memhis Grizzlies 88-98 Brooklyn Nets
Minnesota Timberwolves 119-108 Phoenix Suns
Chicago Bulls 93-100 Miami Heat

Deila