NBA | James rekinn af velli í fyrsta sinn

Mynd: NordicPhotos/Getty

LeBron James, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta, var í nótt rekinn af velli í fyrsta sinn á ferli sínum í deildinni.

Cleveland vann Miami Heat 108:97 en undir lok þriðja leikhluta var LeBron rekinn af velli fyrir kjaftbrúk. Hann brást ekki vel við þegar honum fannst vera brotið á sér og var í kjölfarið sendur í sturtu.

Hægt er að sjá atvikið í myndbandinu hér fyrir neðan en eins og áður segir var þetta í fyrsta sinn sem honum er vísað af velli.

Deila