NBA | Houston eru enn bestir | Fjögur lið hafa tryggt sér réttinn í úrslitakeppnina

Mynd: NordicPhotos/Getty

Houston Rockets og San Antonio Spurs mættust í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Tvö frábær körfuboltalið þar á ferð og staðan í hálfleik var 54-43 Houston í vil. Þriðja leikhlutann vann Houston svo með 10 stiga mun og því formsatriði að klára þennan leik en Houston vann með 16 stiga mun, 109-93. James Harden skoraði 28 stig fyrir Houston, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 18 stig og gaf 9 stoðsendingar.
Houston Rockets er með besta árangurinn í deildinni. Liðið hefur unnið 53 leiki og tapað 14 og vinningshlutfallið er 79.1 prósent.
Portland Trail Blazers hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og vann í nótt tíunda leikinn í röð þegar Portland vann Miami Heat með 16 stiga mun, 115-99. Jusuf Nurkic skoraði 27 stig fyrir Portland og tók 16 fráköst.
Fjögur lið hafa nú tryggt sér þátttökuréttinn í úrslitakeppnina þar sem 16 lið leika um NBA-meistaratitilinn. Houston Rockets og Golden State Warriors úr Vesturdeildinni og svo Toronto Raptors og Boston Celtics úr Austurdeildinni.

NBA-deildin – Úrlsit leikja í nótt:
Houston Rockets 109-93 San Antonio Spurs (25-21, 29-22, 34-24, 21-26)
Portland Trail Blazers 115-99 Miami Heat (34-25, 25-22, 29-25, 27-27)
Memphis Grizzlies 103-121 Milwaukee Bucks (24-32, 26-32, 23-26, 30-31)
Oklahoma City Thunder 106-101 Sacramento Kings (19-16, 27-24, 32-39, 28-22)

Deila