NBA | Boston eru bestir

Mynd: NordicPhotos/Getty

Fá lið virðast geta stöðvað Boston Celtics í NBA-deildinni á leiktíðinni það sem af er. Boston mætti Toronto Raptors í gærkvöldi á heimavelli sínum og þar lentu heimamenn í vandræðum. Staðan í hálfleik var 44-49 Toronto í vil. En í seinni hálfleik tóku liðsmenn Boston sig saman í andlitinu og sigruðu í leiknum 95-94. Al Horford var atkvæðamestur í annars jöfnu liði Boston með 21 stig og liðið hefur nú besta árangurinn í deildinni, 12 sigurleikir og 2 tapleikir.
Houston Rockets er einnig á góðri siglingu. Houston mætti Indiana Pacers á útivelli og þar var aldrei spurning um sigurvegara. Houston vann með 23 stiga mun, 118-95. James Harden var sem fyrr atkvæðamestur í liði Houston, skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar. Houston hefur unnið 11 leiki og tapað 3.
Paul Geroge átti stórleik fyrir Oklahoma City Thunder sem tók á móti Dallas Mavericks. Hann skoraði 37 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í 112-99 sigri Oklahoma.

NBA – Úrslit leikja næturinnar:
Boston Celtics 95-94 Toronto Raptors
Indiana Pacers 95-118 Houston Rockets
Oklahoma City Thunder 112-99 Dallas Mavericks
Detroit Pistons 112-103 Miami Heat

Deila