Mizunodeildin | Afturelding fór létt með Stjörnuna

Mizunodeildir karla og kvenna

Afturelding og Stjarnan mættust í kvöld í umspili fyrir sæti í undanúrslitum Mizunodeildar karla í blaki. Leikur liðanna fór fram í Garðabæ og fyrirfram var búst við jöfnum leik. Svo varð nú aldeilis ekki því Mosfellingar fóru hamförum og unnu 3-0 og fóru hrinurnar, 18-25, 19-25 og 19-25.
Liðin mætast öðru sinni á fimmtudag og vinni Afturelding þar þá fara þeir í undanúrslit og mæta Deildarmeisturum KA.

Deila