Mizunodeild kvenna | Þróttur Neskaupstað er Íslandsmeistari! | Viðtöl

Þróttur frá Neskaupstað tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna, vann Aftureldingu 3-0 á heimavelli og vann því úrslitaviðureignina 3-0. Úrslit hrinanna urðu 25-13, 25-17 og 25-17. Þróttur er þrefaldur meistari í ár; varð deildarmeistari, vann HK í úrslitaleik Kjörísbikarkeppninnar og undirstrikaði yfirburði sína með afar sannfærandi sigri á silfurliði Mizunodeildarinnar í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.
Tölfræði þessa þriðja leiks úrslitarimmunnar má finna hér.


Deila