Mizunodeild kvenna | Afturelding vann 3-1 sigur á HK – Viðtöl

Afturelding vann HK 3-1 í Mizuno-deild kvenna í blaki í kvöld en leikið var í Fagralundi í Kópavogi.

Afturelding vann HK í fyrstu hrinu 25-21 en HK-liðið kom öflugt til baka í annarri og vann hana 25-23. Mosfellingar tóku við sér á nýjan leik í þriðju og unnu hana örugglega 25-21.

Fjórða hrinan reyndist svo afar auðveld fyrir gestina sem unnu hana 21-13 og lokatölur því 3-1 fyrir Aftureldingu.

Liðið er komið í efsta sæti deildarinnar með 20 stig en HK er með 12 stig í fjórða sæti. Hér fyrir neðan má nálgast þrjú viðtöl eftir leikinn.

Fjóla Rut Svavarsdóttir, leikmaður Aftureldingar kemur fyrir í viðtal og þá er Emil Gunnarsson, þjálfari HK, og Edda Björk Ásgeirsdóttir, leikmaður liðsins í viðtali.

Deila