Mizunodeild karla | Loksins sigur hjá Aftureldingu | Viðtöl

Afturelding vann fyrsta sigur sinn í Mizunodeild karla í blaki í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn í Mosfellsbæinn, 3-2. Úrslit hrinanna urðu 25-19, 20-25, 25-18, 24-26 og 15-13. Afturelding situr nú í fjórða sæti Mizunodeildar karla með þrjú stig eftir sjö leiki, KA er í þriðja sæti með níu stig eftir fjóra leiki, Stjarnan er í öðru sæti með tólf stig eftir sex leiki og HK er í efsta sætinu með þrettán stig eftir fimm leiki.
Hér fyrir neðan má sjá viðtöl sem Sunna Þrastardóttir tók við manna og annan að leik loknum.Deila