Mizunodeild karla | KA vann fyrsta úrslitaleikinn gegn HK | Viðtöl

Deildar- og bikarmeistarar KA unnu fyrsta leikinn gegn HK í úrslitarimmu Mizunodeild karla í blaki í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld, 3-1. KA vann tvær fyrstu hrinurnar, HK þá þriðju og Kópavogsbúar gerðu sig gildandi framan af þeirri fjórðu. KA-menn reyndust þó sterkari eftir því sem á leið og tryggðu sér að lokum sigur. Úrslit hrinanna urðu 25-21, 25-23, 19-25 og 25-1. Tölfræði leiksins má finna hér.
Annar leikur liðanna fer fram á fimmtudag og verður sýndur beint á SportTV.


Deila