Mizuno-deild kvenna | Þróttur og Afturelding með annan fótinn í úrslit

Þróttur Nes

Undanúrslit Mizuno-deildar kvenna í blaki eru í fullum gangi en Þróttur og Aftureldingu eru skrefi nær því að tryggja sig í úrslitaeinvígið.

Þróttur Nes vann HK 3:0 í dag. Þróttur vann fyrstu hrinu, 25:15, aðra hrinu 25:17 og svo síðustu hrinuna 25:19. Sigurinn aldrei í hættu og Þróttarar með tvo sigra og þurfa því aðeins einn í viðbót til þess að komast í úrslitaeinvígið.

Á meðan vann Afturelding lið Stjörnunnar, 3:1. Afturelding vann fyrstu hrinu 25:20, en Stjarnan svaraði með því að vinna næstu 25:21. Afturelding vann næstu tvær hrinur 25:19 og 25:18. Afturelding því komið í 2:0 í þessu einvígi og einnig sigri frá úrslitaeinvíginu.

Liðin mætast næst á mánudag en Afturelding og Þróttur spila bæði á heimavelli.

Úrslit dagsins:

Stjarnan 1:3 Afturelding (20:25, 25:21, 19:25, 18:25)

HK 0:3 Þróttur Nes (15:25, 17:25, 19:25)

Deila