Mizuno-deild kvenna | Afturelding og Þróttur mætast í úrslitum

Mizunodeildir karla og kvenna

Afturelding vann Stjörnuna, 3:0, í undanúrslitum Mizuno-deildar kvenna í blaki í kvöld en Afturelding er komið í úrslitaeinvígið gegn Þrótti Nes sem vann HK 3:1 í seinni leik kvöldsins.

Afturelding vann fyrstu hrinu 25:21, aðra hrinu 27:25 og svo þriðju hrinu 25:17. Þægilegur sigur og Afturelding leikur því til úrslita þetta árið.

Þróttur Nes og HK mætast klukkan 20:15 í kvöld en Þróttarar geta tryggt sig í úrslitaveinvígið með sigri.

Haley Rena Hampton var atkvæðamest með 16 stig en Kristina Apostolova var næst með 13 stig. Erla Rán Eiríksdóttir var þá með 17 stig fyrir Stjörnuna.

Þróttur vann þá HK 3:1. Þróttur vann fyrstu hrinu 25:15 áður en HK jafnaði metin í 25:21 en Þróttur svaraði með því að vinna þriðju hrinu 25:21. Þróttur vann svo fjórðu hrinuna 25:20 og vann því leikinn. Þróttur vann alla leikina og er því komið í úrslit gegn Aftureldingu.

Úrslit kvöldsins:

Stjarnan 0:3 Afturelding (21:25, 25:27, 17:25)

Þróttur Nes 3:1 HK (25:15, 21:25, 25:21, 25:20)

Deila