Mizuno-deild karla | KA er Íslandsmeistari 2018! | Viðtöl

Mynd: Heimasíða KA

Karlalið KA í blaki varð í kvöld Íslandsmeistari eftir að hafa unnið HK, 3-0, í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni. KA vann fyrsta leikinn 3-1 á Akureyri áður en liðið gerði góða ferð í Fagralund þar sem liðið vann sömuleiðis 3-1. Leikurinn í kvöld virtist nokkuð auðveldur fyrir liðið en liðið vann allar þrjár hrinurnar, 25-22, 25-17 og 25-15.

Quentin Moore var með 14 stig fyrir KA en næstur kom Alexander Arnar Þórisson með 10 stig. Andreas Hilmir Halldórsson var með 9 stig en næstur í liði HK var Gary House með 8 stig. Tölfræði leiksins má nálgast hér.

Mizunodeild karla | Úrslit | Leikur 3
KA 3-0 HK (25-22, 25-17, 25-15)

Deila