Mizuno-deild karla | KA einum sigri frá deildarmeistaratitlinum

Mizunodeildir karla og kvenna

KA lagði HK 3-1 í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Mizuno-deildar karla í blaki en leikið var í Digranesi.

KA tók fyrstu hrinu 25-21 áður en HK svaraði í næstu, 25-23. KA tók síðan næstu tvær hrinu 25-21 og 25-22.

Fyrsti sigurinn í úrslitaeinvíginu staðreynd en Quentin Moore fór hamförum og var með 27 stig í liði KA. Gary House var aðeins með 12 stig fyrir HK á meðan Andreas Hilmir Halldórsson var með 14 stig. Tölfræði leiksins má sjá hér.

Næsti leikur fer fram eftir fimm daga en þá er leikið á Akureyri. KA getur unnið úrslitakeppnina með sigri.

Úrslit kvöldsins:

HK 1:3 KA (21:25, 25:23, 21:25, 22:25)

Deila