Meistaradeild kvenna | Rostov-Don stendur á tímamótum

Leikmenn og þjálfarar rússneska liðsins Rostov-Don gera sér vonir að endurskrifa sögu félagsins með því að komast í fyrsta skipti í finalfour úrslitahelgina í Meistaradeild Evrópu. Rostov-Don mætir FTC í 8-liða úrslitunum og sigruðu fyrri leik liðanna 31-29 sem fram fór á heimavelli FTC í Ungverjalandi og standa því vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fer fram í Rússlandi næst komandi laugardag. Þetta eru í annað skiptið sem þær rússnesku eiga möguleika á því að komast í Finalfour en þeim mistókst það í fyrra skiptið þegar þær töpuðu gegn CSM Búkarest fyrir tveimur árum. Hér í spilaranum fyrir neðan má sjá skemmtilegt innslag sem EHFTV gerði um Rostov-Don.

Deila