Meistaradeild karla | Mirko Alilovic búinn að semja við Pick Szeged

Mynd:NordicPhotos/Getty

Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Mirko Alilovic hefur samið við ungverska liðið Pick Szeged til næstu þriggja ára og færir sig um set í lok yfirstandandi leiktíðar. Alilovic, sem er 32 ára markvörður, hefur spilað með hinum risanum í Ungverjalandi, Veszprém, undanfarin ár en sá sæng sína upp reidda þegar Veszprém ákvað að semja við Árpád Sterbik, sem leikur með Evrópumeisturum Vardar.

Alilovic gekk til liðs við Veszprém árið 2011 þegar hann kom frá Celje Lasko og með ungverska liðinu hefur hann unnið til fjölda verðlauna þ.a.m sex sinnum unnið ungversku deildina. Hann mun taka við markvarðarstöðunni hjá Pick Szeged af hinum 39 ára gamla Spánverja José Manuel Sierra.

Deila