Meistaradeild karla | Mikil spenna í C-riðli | Allt klárt í D-riðli

Mynd:EHF

Í dag fer fram lokaumferðin í C og D-riðlum í Meistaradeild karla í handknattleik. Það varð klárt fyrir nokkru hvaða lið fara upp úr D-riðli, en hins vegar ríkir mikil spenna um það hvaða lið fylgir Skjern upp úr C-riðli. Gorenje Velenju og Elverum berjast um þetta síðasta lausa sæti inn í næstu umferð; í lokaumferðinni heimsækir Velenje Skjern og Ademar Leon heimsækir Elverum. Leikur Skjern og Gorenje Velenje hefst klukkutíma fyrr en leikur Ademar Leon og Elverum. Því er ljóst að þeir spænsku fá að vita það í hálfleik hvort þeir eigi möguleika að komast áfram eða ekki. Leikirnir verða í beinni útsendingu á SportTV og SportTV2.

Danska liðið er öruggt áfram en þó er ekki ljóst hvort það hafnar í fyrsta eða öðruu sæti riðilsins og þá er því enn ósvarað hvort Gorenje Velenje eða Ademar Leon fylgi þeim. Svona líta möguleikar liðanna út: Ef það verður jafntefli í leik Skjern og Gorenje Velenje þá fer Skjern áfram í 1.sæti og Gorenje Velenje í 2.sæti. En ef Gorenje Velenje tapar fyrir Skjern og Ademar Leon vinnur Elverum þá fer Ademar Leon áfram í 2.sæti en Gorenje Velenje situr eftir.

Leikir dagsins
C-riðill
Kl.15.00 Skjern – Gorenje Velenje | SportTV
Kl.16.00 Elverum – Ademar Leon | SportTv2

D-riðill
Kl.13.00 Besiktas – Medvedi
Kl.14.00 Zaporozhye – Montpellier

Deila