Meistaradeild karla | Flensburg og Kiel eigast við enn á ný

Mynd:EHF

Þýsku stórliðin Flensburg og Kiel eigast við í Meistaradeildinni í handbolta klukkan 18.30 í kvöld í beinni útsendingu á SportTV. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem þessi lið frá norður-Þýskalandi mætast; leikurinn í kvöld er sá nítugastiogfimmti í röðinni og það sem meira er, þetta í 23 sinn sem liðin mætast frá árinu 2013. Í þessum 95 viðureignum hefur Kiel unnið 56 og Flensburg unnið 33, en 5 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Síðast þegar þessi lið áttust var það í Meistaradeildinni þann 15.október síðastliðinn og endaði sá leikur með jafntefli 20-20.

Flensburg stendur betur að vígi bæði í Meistaradeildinni og í þýsku deildinni en það er löngu sannað að í þessum viðureignum skipta úrslit síðustu leikja eða staða liðanna í deildum engu máli. Þýski línumaðurinn Patrick Wiencek er spenntur fyrir þessum leik, „Þessir nágrannaslagir eru sérstakir leikir fyrir alla og það getur allt gerst í þessum leikjum. Við gáfum frá okkur sigurinn í fyrri leiknum gegn Flensburg en við ætlum okkur klárlega sigur í leiknum í kvöld.

Eins og venjulega eru þessir leikir merkilegir vegna baráttunnar milli Toft-bræðranna dönsku, en Rene Toft Hansen spilar með Kiel og Henrik Toft Hansen með Flensburg. Þá eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað með báðum félögum; hjá Flensburg eru það markvörðurinn Mattias Andersson og Rasmus Lauge sem hafa spilað með Kiel, en Steffen Weinhold leikmaður Kiel lék áður með Flensburg. Weinhold hefur glímt við meiðsli að undanförnu og ólíklegt er að hann komi við sögu að þessu sinni.

Deila