Meistaradeild Evrópu | PSG setti ótrúlegt met í kvöld

Mynd: NordicPhotos/Getty

Franska stórliðið Paris Saint-Germain setti í kvöld magnað met í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Liðið er að vinna Glasgow Celtic 7:1 í fimmtu umferð keppninnar en Neymar og Edinson Cavani eru búnir að gera tvö mörk auk þess sem þeir Kylian Mbappe, Dani Alves og Marco Verratti komu sér á blað.

Markið hjá Alves var 24 mark liðsins í riðlakeppninni.

Borussia Dortmund átti metið en liðið gerði 21 mark á síðustu leiktíð.

Deila