Meistadeildin í handbolta | Pick Szeged vann

Mynd: NordicPhotos/Getty

Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í ungverska liðinu Pick Szeged fóru til Póllands í í Meistaradeildinni í dag og mættu þar Wisla frá Plock. Stefán Rafn lék um 12 mínútur en náði ekki að skora. Hann fékk þó tvær tilraunir til þess en fyrra skotið var varið og hið seinna fór í stöng.
Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Pick Szeged og yfirburðir gestanna voru miklir í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 33-27 fyrir Pick Szeged sem hefur 7 stig í efsta sæti A-riðils ásamt Barcelona og Vardar en Pick Szeged hefur leikið einum leik meira. Wisla Plock er í neðsta sæti með 1 stig. Denis Buntic var markahæstur í annars jöfnu liði ungverjanna með 5 mörk en Michal Daszek skoraði 7 fyrir Wisla Plock.

Meistaradeild kvenna
Einn leikur fór fram í A-rðli Meistaradeildar kvenna. Í Póllandi mættust Vistal Gdynia og CSM Búkarest. Yfirburðir gestanna frá Rúmeníu voru miklir og staðan í hálfleik var 18-9 fyrir CSM Búkarest. Lokatölur urðu 34-23 fyrir CSM Búkarest sem hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína með samtals 23 marka mun.
Markvörður liðsins, Jelena Grubisic, varði 16 skot og Cristina Neagu var stórkostleg með 12 mörk.

Deila