Maltbikarinn | Tindastóll og Keflavík eru bikarmeistarar

Tindastóll skráði í dag nafn sitt sögubækur körfuboltans á Íslandi þegar liðið vann sinn fyrsta stóra titil eftir langa og stranga bið; Stólarnir fögnuðu sigri gegn KR í úrslitaleik Maltbikarkeppni karla, 96-69. Sigur Stólanna kemur í sjálfu sér ekki á óvart, en yfirburðir þeirra í leiknum gera það að nokkru leyti, Tindastóll var betri á öllum sviðum íþróttarinnar og Sauðkrækingar sáu til þess að KR-ingar áttu aldrei möguleika á að verja titil sinn.
Keflavík varð bikarmeistari kvenna annað árið í röð eftir sigur á Njarðvík í úrslitaleiknum í dag, 74-63. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik lögðu Keflvíkingar grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta, en þurftu að hafa fyrir hlutunum grönnum sínum sem komu mörgum þægilega á óvart með vasklegri framgöngu í bikarkeppninni.

Maltbikarkeppni karla | Úrslitaleikur
KR-Tindastóll 69-96 (16-28, 17-29, 20-15, 16-24)
KR: Björn Kristjánsson 22, Jón Arnór Stefánsson 15, Kristófer Acox 13/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Orri Hilmarsson 3, Darri Hilmarsson 2/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 2, Brandon Penn 2/6 fráköst.
Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 22/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/7 fráköst, Antonio Hester 14/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 7/6 fráköst, Viðar Ágústsson 6, Brandon Garrett 5/5 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Friðrik Þór Stefánsson 3/4 fráköst, Axel Kárason 3/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 2.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Kristinn Óskarsson

Maltbikarkeppni kvenna | Úrslitaleikur
Keflavík-Njarðvík 74-63 (15-12, 20-23, 19-11, 20-17)
Keflavík: Embla Kristínardóttir 20/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Brittanny Dinkins 16/11 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Irena Sól Jónsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 5/6 fráköst.
Njarðvík: Shalonda R. Winton 37/23 fráköst/3 varin skot, Erna Freydís Traustadóttir 7, Björk Gunnarsdótir 6/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 5/4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 4, Aníta Carter Kristmundsdóttir 3, María Jónsdóttir 1/4 fráköst.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson

Deila