Launakostnaður Juve yfir 20 milljarða

Ítalski fjölmiðilinn Gazzetta dello Sport hefur gefið út sinn árlega lista yfir launhæstu leikmenn Serie A.  Þá var einnig gefið út hvaða þjálfarar þénuðu mest sem og hvaða lið borguðu hæstu launin.

Á toppnum hjá leikmönnum eru Gonzalo Higuain hjá Juventus og Leonardo Bonucci leikmaður AC Milan.  Þeir þéna 7.5 milljónir evra á ári sem gerir um 953 milljónir íslenskra króna.  Paulo Dybala leikmaður Juventus er með 7 milljónir evra (890 millj. ísl.), Pierluigi Donnarumma leikmaður AC Milan sem er aðeins 18 ára fær 6 milljónir evra (762 milj.ísl.) og Douglas Costa leikmaður Juve fær sömu laun og Donnarumma.

Maximilliano Allegri þjálfari Juventus er launahæstur með 5.6 milljónir evra (liðlega 711 millj.ísl.), Vincenzo Montella þjálfari AC Milan fær 3 milljónir evra (381 millj.ísl.) og Maurizio Sarri þjálfari Napoli er með aðeins 1.4 milljónir evra (178 millj.ísl.).  Laun Sarri koma nokkuð á óvart en hann þykir einhver færasti þjálfarinn í deildinni og var í sumar orðaður við mörg lið, bæði á Ítalíu sem og annarsstaðar í Evrópu.

Launakostnaður liðanna í Serie A jókst á milli ára úr 927 milljónum evra, sem eru um 117 milljarðar og 729 milljónir íslenskra króna, í 955 milljónir evra sem gera um 122 milljarða íslenskra króna.

Það kemur fáum á óvart að launakostnaður Juventus er hæstur og er reyndar langhæstur, 164 milljónir evra eða um 20 milljarðar og 828 milljónir íslenskra króna.  AC Milan greiðir leikmönnum sínum 117 milljónir evra (14.859 milljarðar ísl.) Roma greiðir 91 milljón evra (11.557 milljarðar ísl.), Inter greiðir sínum leikmönnum samtals 82 milljónir evra (10.414 milljarðar ísl.) og Napoli greiðir samtals 82 milljón evra sem er um 10.3 milljarðar íslenskra króna.

Deila