Kristinn Freyr á leið heim úr atvinnumennsku

Heimasíða Sundsvall

Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Sundsvall í Svíþjóð, er á leið heim til Íslands eftir stutta dvöl í atvinnumennsku. Þetta kemur fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Kristinn, sem er fæddur árið 1991, lék með Val áður en hann fór til Sundsvall en þar hafði hann gegnt lykilhlutverki. Auk þess hefur Kristinn leikið fyrir Fjölni í meistaraflokki.

Hann er nú á heimleið eftir aðeins eitt ár í atvinnumennsku og ljóst að samkeppnin verður ansi hörð um hann.

Kristinn hefur óformlega rætt við tvö félög að kemur fram í frétt Stöðvar 2 en það skýrist væntanlega á næstu dögum hvað hann gerir.

Deila