Körfubolti – HM | Ísland steinlá fyrir of stórum Tékkum

Ísland mætti Tékklandi í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM en leikið var í City Arena í Pardubice í Tékklandi.  Íslenska liðið var án margra sterkra leikmanna og fyrirfram var búist við nokkuð auðveldum leik þeirra tékknesku.  Eftir fyrsta leikhluta voru heimamenn fjórum stigum yfir, 15-11 og í hálfleik var staðan 39-30, Tékklandi í vil.
Íslensku leikmönnunum gekk illa í fyrri hálfleik fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu úr einu skoti í þrettán tilraunum.
Í þriðja leikhluta náði Tékkland þrettán stiga forskoti, 53-40 en þá náðu strákarnir okkar að minnka muninn í 55-49 en Tékkar gáfu í á lokasekúntunum og leiddu 60-51.
Þegar fjórði leikhluti var hálfnaður voru Tékkar komnir átján stigum yfir, 74-56, og eftirleikurinn var auðveldur hjá heimamönnum.  Lokatölur urðu tuttugu stiga tap, Tékkland 89 – Ísland 69.
Búlgaría og Finnland sem leika í okkar riðli mættust í kvöld og þar höfðu Finnar betur, lokatölur Búlgaría 80 – Finnland 82.
Næsti leikur Íslands er næsta mánudag í Laugardalshöll gegn Búlgaríu.

Tékkland 89-69 Ísland (39-30)

Stigaskor Íslands: Mart­in Her­manns­son 29, Kristó­fer Acox 12, Hlyn­ur Bær­ings­son 10, Kári Jóns­son 9, Jakob Örn Sig­urðar­son 4, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 2, Ólaf­ur Ólafs­son 2, Axel Kára­son 1.
Stigaskor Tékk­lands: Jarom­ir Bohacik 20, Bla­ke Schilb 15, Mart­in Kriz 11, Ondrej Bal­vín 10, Pat­rik Auda 9, Jakub Sir­ina 8, Vojtech Hru­ban 7, Pavel Pumprla 4, Tom­as Vyoral 3, Mart­in Peterka 2.

Deila