Körfubolti – EM kvenna | Annar tapleikur Íslands

Slóvakía og Ísland mættust í dag í undankeppni EM landsliða kvenna í körfuknattleik og var leikið í bænum Ruzomberok í Slóvakíu.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 37-32 Slóvakíu í vil. Ísland náð að minnka muninn í eitt stig nokkrum sinnum í þriðja leikhluta en Slóvakar náðu að síga lengra fram úr undir blálokin og staðan var 57-51 fyrir heimastúlkur.
Helena Sverrisdóttir var þegar þarna var komið við sögu yfirburðar leikmaður Íslands með 19 stig og 7 fráköst.
Ísland byrjaði fjórða leikhluta mjög svo illa. Slóvakía skoraði fyrstu sjö stigin og staðan var orðin 64-51 þegar 8 mínútur voru eftir Ívar Ásgrímsson þjálfari Íslands tók leikhlé. Ekki gerði leikhléið íslenska liðinu gott því það slóvenska jók við forskotið og lokatölur urðu, Slóvakía 78 – Ísland 62.
Helena Sverissdóttir var eins og áður sagði yfirburðar leikmaður Íslands, með 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Hildur Björg Kjartansdóttir var með 9 stig og 10 fráköst.
Þar með hefur Ísland tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í A-riðli EM en okkar stúlkur töpuðu fyrir Svartfjallandi, 60-82, í Laugardalshöll um síðastliðna helgi.

Deila