Körfubolti | Dominosdeild karla | KR burstaði Tindastól

Níundu umferð Dominosdeildar karla lauk í kvöld með leik KR og Tindastóls og var leikið DHL-höll þeirra KR-inga. KR hafði mikla yfirburði strax frá fyrstu mínútu og eftir fyrsta leikhluta var staðan, KR 21 – Tindastóll 10. KR-ingar juku forskot sitt í öðrum leikhluta og í hálfleik leiddu vesturbæingar með 20 stiga mun, 47-27. Tindastólsmenn hittu afar illa í fyrri hálfleik eins og tölurnar gefa til kynna og til dæmis hittu þeir ekki úr einu 3ja stiga skoti í 14 skottilraunum.
KR hélt áfram á sömu braut í þriðja leikhluta, juku við forskot sitt og náðu mest 30 stiga forskoti, 71-41, en þegar gengið var til fjórða leikhluta var staðan, KR 73 – Tindastóll 49.
KR vann með 28 stiga mun, 97-69.
Eftir leikinn er Tindastóll með 14 stig á toppnum ásamt ÍR en Íslandsmeistarar KR eru komnir með 12 stig líkt og Haukar og Keflavík í 3.-5.sæti.

KR-Tindastóll 97-69 (21-10, 26-17, 26-22, 24-20)
KR: Brynjar Þór Björnsson 33, Björn Kristjánsson 18/6 stoðsendingar, Jalen Jenkins 12/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 8/12 fráköst, Zaccery Alen Carter 7, Darri Hilmarsson 6/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 5.
Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 22/5 fráköst, Brandon Garrett 11/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/11 fráköst, Viðar Ágústsson 7, Axel Kárason 5/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/4 fráköst/6 stoðsendingar.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson

Staða:
1 ÍR 9 7 2 741 – 697 14
2 Tindastóll 9 7 2 764 – 677 14
3 Haukar 9 6 3 806 – 711 12
4 KR 9 6 3 769 – 703 12
5 Keflavík 9 6 3 826 – 776 12
6 Njarðvík 9 5 4 758 – 760 10
7 Valur 9 4 5 776 – 790 8
8 Stjarnan 9 4 5 767 – 762 8
9 Grindavík 9 4 5 802 – 802 8
10 Þór Þ. 9 3 6 692 – 763 6
11 Þór Ak. 9 2 7 710 – 793 4
12 Höttur 9 0 9 663 – 840 0

Næstu leikir::
07.12. Grindavík-Valur
07.12. Haukar-ÍR
07.12. Tindastóll-Njarðvík
07.12. Höttur-KR

Deila