Körfubolti-bikarkeppni | Njarðvík fær KR í heimsókn

Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni karla- og kvenna í körfuknattleik eða í Maltbikarnum einsog heiti keppninnar er í ár.
Í karlaflokki verður sannkallaður stórleikur þegar Njarðvík og KR mætast í Ljónabrygjunni í Njarðvík en KR hefur titilinn að verja.
Í kvennaflokki fá bikarmeistarar Keflavíkur lið KR í heimsókn.

8-liða úrslit í kvennaflokki:
Keflavík – KR
Njarðvík – Breiðablik
Skallagrímur – ÍR
Snæfell – Valur

8-liða úrslit í karlaflokki:
Breiðablik – Höttur
Keflavík – Haukar
Njarðvík – KR
Tindastóll – ÍR

Leikirnir fara fram 10.-11.desember.

Deila