Kjörísbikarinn | HK og Þróttur Nes mætast í kvennaflokki | KA og HK leika til úrslita karlamegin

HK og Þróttur frá Neskaupstað leika til úrslita í Kjörísbikarkeppni kvenna í blaki í Digranesi á morgun og KA og HK eigast við í úrslitaleiknum í karlaflokki. HK hafði betur gegn Stjörnunni í hörkuleik í undanúrslitum í kvennaflokki í dag, 3-2 (22-25, 25-23, 23-25, 25-20 og 15-6), og Þróttur vann Aftureldingu 3-1 (25-7, 25-13, 18-25 og 25-8). Leikirnir í karlaflokki voru einstefnuleikir; KA vann Hrunamenn 3-0 (9-25, 3-25 og 8-25) og HK lagði Stjörnuna sömuleiðis 3-0 (25-19, 25-21 og 25-23).

Leikur HK og Þróttar frá Neskaupstað hefst klukkan 13.30 á morgun og leikur KA og HK hefst klukkan 15.30.

Deila