Kjörísbikar karla | KA vann sannfærandi sigur á Aftureldingu

Nýkrýndir deildarmeistarar KA tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Kjörísbikarkeppni karla í blaki, en KA hafði betur gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitunum á heimavelli 3-0. Úrslit hrinanna urðu 27-25, 25-15 og 25-17.
Mosfellingurinn Felix Þór Gíslason var með böggum hildar í leikslok, átti varla til orð til að lýsa vonbrigðum sínum, en KA-maðurinn Ævarr Freyr Birgisson var öllu hressari. Viðtöl við þá félaga má sjá hér fyrir neðan.


Deila