Ítalski boltinn | Umboðsmaður Jorginho: ,,Torreira yrði varamaður hjá Napoli“

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Joao Santos, umboðsmaður Jorginho sem leikur hjá Napoli, segir að Lucas Torreira yrði varamaður ef hann semur við félagið í sumar.

Torreira hefur átt magnað tímabil með Sampdoria en úrúgvæski miðjumaðurinn er sterklega orðaður við Napoli og er búist við því að hann verði keyptur þangað í sumar.

Talið er að Jorginho sé á förum frá Napoli en Liverpool er sagt hafa mikinn áhuga á honum en Santos, sem er umboðsmaður Jorginho, segir að Torreira yrði varamaður hjá Napoli.

,,Ef eitthvað félag vill fá Jorginho og Napoli er tilbúð að ræða við önnur félög þá þarf að skoða það en leikmaðurinn hefur ekki áhuga á því að fara. Ef Lucas Torreira kemur til Napoli þá yrði hann varamaður,“ sagði Santos.

Deila