Ítalski boltinn | Udinese kom sér af hættusvæðinu | Emil lék ekki með vegna meiðsla

Mynd: NordicPhotos/Getty

Fimmtándu umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Crotone og Udinese mættust á heimavelli Crotone og fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 14.-15.sæti með 13 stig. Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Udinese þar sem hann er enn meiddur. Udinese hafði mikla yfirburði í leiknum og Jakub Jankto skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins. Þar með komst Udinese af mesta hættusvæðinu í bili að minnsta kosti. Liðið er með 15 stig í 14.sæti en Crotone er með 12 stig í 16.sæti.
Hellas Verona tók á móti Genoa í miklum fallbaráttuslag. Fyrir leikinn var Verona með 9 stig í næstneðsta sæti en Genoa var með 10 stig, tveimur sætum ofar. Leikar fóru þannig að Genoa vann 1-0 og lyfti sér upp um tvö sæti og situr í 15.sæti með 13 stig.

Ítalski boltinn – Úrslit leikja í dag:

Crotone 0-3 Udinese (0-1)
0-1 Jakub Jankto 40.mín.
0-2 Jakub Jankto 53.mín.
0-3 Kevin Lasagna 66.mín.
Hellas Verona – Genoa (0-1)
0-1 Goran PAndev 45.mín.

Deila