Ítalski boltinn | Þjálfari Crotone sagði upp störfum

Mynd: NordicPhotos/Getty

Davide Nicola þjálfari Crotone í Serie A á Ítalíu sagði upp störfum nú í morgun. Aðstoðarmenn hans eru einnig hættir störfum.
Crotone tapaði 0-3 fyrir Udinese í gær og er í fimmta neðsta sæti með 12 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Eftirmaður Davide Nicola hefur ekki verið ráðinn en þangað til stýrir þríeykið Antonio Macri, Ivan Maoschella og Elmiro Trombino liðinu.

Deila