Ítalski boltinn | Tekur Di Biasi við Crotone?

Mynd: NordicPhotos/Getty

Gianni Di Biasi, fyrrum þjálfari Alaves og albanska landsliðsins, er líklegastur til þess að taka við Crotone í Seríu A.

Davide Nicola sagði af sér í dag en það kom nokkuð á óvart. Hann leiddi liðið í efstu deild fyrir síðasta tímabil og náði að halda liðinu uppi. Það sem fyllti þó mælinn hjá honum var það er forseti félagsins kom inn í búningsklefa í hálfleik er liðið tapaði 3-0 fyrir Udinese.

Samkvæmt ítölsku miðlunum þá hefur Crotone sett sig í samband við Di Biasi sem var síðast að þjálfa Alaves og albanska landsliðið en hann kom Albaníu á EM í Frakklandi. Hann tók þá við Alaves en var rekinn í síðustu viku.

Deila