Ítalski boltinn | Rossi skrifaði undir hjá Genoa

Mynd: NordicPhotos/Getty

Framherjinn Guiseppe Rossi skriaði í dag undir samning við Genoa en samningurinn er til loka yfirstandandi leiktíðar. Rossi, sem er 30 ára, kemur á frjálsri sölu en hann var síðast á mála hjá Fiorentina og gerði starfslokasamning við þá í sumar. Rossi hefur átt í þrátlátum meiðslum undanfarin ár en hann hefur gengist undir fimm uppskurði vegna meiðsla sinna.
Auk Genoa og Fiorentina hefur Rossi leikið með Manchester United, Newcastle, Parma, Viilarreal, Levante og Celta Vigo. Hann á 29 A-landsleiki fyrir Ítalíu en síðasti landsleikur hans var árið 2014.
Genoa sem er í þriðja neðsta sæti með 10 stig mætir Verona í kvöld en Verona er í næst neðsta sæti deildarinnar en Rossi verður þó ekki með í leiknum þar sem samningurinn tekur gildi frá og með morgundeginum.

Deila