Ítalski boltinn | Parma og SPAL 2013 á eftir Birki

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er mikið orðaður við endurkomu til Ítalíu í þessum glugga en Sky Italia greinir frá því að tvö lið eru á eftir honum.

Parma sem á góðan möguleika á að komast aftur upp í deild þeirra bestu, vill fá Birki á láni út tímabilið en Parma var sett í gjaldþrot fyrir fjórum árum og hefur uppbygging liðsins verið ótrúleg.

Liðið er í dauðafæri á að komast upp um deild og virðist félagið hugsa Birki sem frábæran kost til þess að fleyta liðinu lengra.

SPAL 2013 sem leikur í efstu deild á Ítalíu vill einnig fá Birki en hann hefur fengið fá tækifæri með Aston Villa í ensku B-deildinni á þessari leiktíð. Hann gæti því vel hugsað sér að fara aftur til Ítalíu og má fastlega búast við því að hann endi þar.

Deila