Ítalski boltinn | Napoli vill fá Conte

Mynd: NordicPhotos/Getty

Ítalska stórliðið Napoli vill fá ítalska þjálfarann Antonio Conte í sumar en Maurizio Sarri, þjálfari Napoli, fer þá yfir til Chelsea. Þetta segja ítalskir miðlar í dag.

Það er nokkuð ljóst að Conte yfirgefur Chelsea í sumar en liðinu hefur gengið illa á tímabilinu og þá hefur komið ágreiningur á milli Conte og Roman Abramovich, eiganda félagsins.

Sarri, sem hefur gert frábæra hluti með Napoli, er sagður á förum og er hann sterklega orðaður við Chelsea. Það gætu því orðið hrein skipti á þjálfurum þar sem Napoli vill fá Conte í staðinn.

Sarri er með klásúlu í samning sínum hjá Napoli að hann getur yfirgefið Napoli ef félög eru tilbúin að borga 8 milljónir evra. Sú klásúla rennur út 8. maí næstkomandi og má því búast við einhverjum fréttum á næstu dögum.

Deila