Ítalski boltinn | Montella rekinn frá AC Milan

Mynd: NordicPhotos/Getty

Þær fréttir bárust frá Ítalíu nú í morgun að AC Milan hafi ákveðið að reka þjálfara liðsins Vincenzo Montella. Janftefli liðsins gegn Torino í gær var kornið sem fyllti mælinn hjá forráðamönnum félagsins en liðið er í sjöunda sæti í Serie A. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins og fjárfestu það t.d. 230 milljónum evra í nýja leikmenn og lámarkskrafa er að liðið tryggi sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Forsvarsmenn AC Milan ákvaðu að leita til Gennaro Gattuso um að taka við aðaliði félagsins en hann hefur verið þjálfari hjá unglingaliði AC Milan. Gattuso lék í 14 ár með félaginu en hefur undanfarin ár verið að hasla sér völl sem þjálfari og hefur þjálfað Sion í Sviss, OFI Crete í Grikklandi, Palermo og Pisa á Ítalíu.

Mynd:NordicPhotos/Getty
Deila