Ítalski boltinn | Milan gerir risasamning við Puma

Mynd: NordicPhotos/Getty

AC Milan, sem hefur verið í samstarfi við íþróttavöruframleiðandann Adidas undanfarin 10 ár, verður ekki áfram með Adidas. Sá samningur gat í besta falli miðað við árangur ár hvert, farið í 19.7 milljónir evra (um 2.5 milljarða íslenskra króna). Nýi samningurinn, sem er við Puma, er verðmetinn í versta falli á 15 milljónir evra ár hvert, þ.e.a.s. ef liðið nær ekki Evrópusæti eða neinum árangri í bikarkeppninni.
Nýi samningurinn við Puma getur náð allt að 19 milljónum evra (um 2.4 milljörðum íslenskra króna) ár hvert og að auki 10 milljónum evra (um 1.3 milljörðum ísl.króna) ef treyjusala nær ákveðnu marki.
Samningurinn er sá næst stærsti í ítölsku A-deildinni en Juventus er með samning við Adidas sem er metinn á um 23 milljónir evra ár hvert (um 2.9 milljarðar íslenskra króna).

Deila